Discover

Topics

Saga og Jökull - Vesturland

Saga og Jökull - Vesturland APK

Saga og Jökull - Vesturland APK

1.2 FreeLocatify ⇣ Download APK (10.78 MB)

What's Saga og Jökull - Vesturland APK?

Saga og Jökull - Vesturland is a app for Android, It's developed by Locatify author.
First released on google play in 10 years ago and latest version released in 8 years ago.
This app has 0 download times on Google play and rated as 3.67 stars with 3 rated times.
This product is an app in Travel & Local category. More infomartion of Saga og Jökull - Vesturland on google play
Í þessu skemmtilega appi eru ratleikir á Vesturlandi. Farðu í ratleik með Sögu og Jökli á völdum stöðum á Vesturlandi.

Á níu stöðum á Vesturlandi er að finna þau Sögu og Jökul. Saga er níu ára stelpa sem elskar að ferðast með foreldrum sínum. Eitt sinn á ferðalagi hittir hún Jökul. Jökull er álfastrákur sem stundum birtist óvænt og stundum þarf Saga að bíða eftir honum leeengi.

Á þessum stöðum er tekið sérstaklega vel á móti öllum krökkum. Á hverjum stað geturðu hlustað á sögu um ævintýri Sögu og Jökuls og farið síðan í skemmtilegan ratleik með snjallsíma í hönd.

Fyrir að klára ratleik færðu stimpla í stimplaveskið í appinu þínu.

Athugið að appið notast við GPS sem gerir það að verkum að rafhlaðan eyðist hraðar.
_________________________________________________________________

Um verkefnið:

Saga og Jökull á Vesturlandi er svokallað Gáttaverkefni sem er tveggja ára vöruþróunarverkefni í menningartengdri ferðaþjónustu, styrkt af iðnaðarráðuneyti, Ferðamálastofu og Impru á Nýsköpunarmiðstöð Íslands, auk þess sem Háskólinn á Hólum er samstarfsaðili.

Skemmtilegir ratleikir um Vesturland. Allir ratleikir í þessu appi eru gerðir af ferðaþjónustuaðilum á Vesturlandi.

Ratleikir eru á eftirfarandi stöðum á Vesturlandi:

-Ratleikur á Eiríksstöðum

-Tveir ratleikir frá Landnámssetrinu

-Ratleikur við Edduveröld í Reykholti

-Ratleikur á Gljúfrasteini

-Ratleikur í Þjóðgarðinum Snæfellsjökli

-Ratleikur Sæferða í Stykkishólmi

-Ratleikur á Bjarteyjarsandi

-Ratleikur við Sögumiðstöðina í Grundarfirði.